Íslenskar vefsíður slæmar!

Margar Íslenskar vefsíður eru slæmar og vitlaust gerðar, það eru til hin og þessi "fyrirtæki" sem búa til vefsíður fyrir fólk, kannski 500kr - 5000kr fyrir vefsíðu. Síðan eru þessar vefsíður kannski bara vitlaus settar upp.

 Þegar maður skiptir vefsíðu í parta þá á maður ekki að nota töflu eins og margar síður gera. Vefsíður eiga að virka fyrir þá sem eru blindir, já fyrir blint fólk. Það er til forrit eins sem lesa texta fyrir þá.

Töflu síður virka ekki fyrir þá vegna þess þá er textinn ekki í beinni línu. Ef þú tekur í burtu allan CSS kóðann úr minni síðu þá er síðan mín bara hvítt og allur textinn í beinni línu niður. Það eru til hlutur sem taka í burtu CSS kóðann sjálfkrafa, eina sem blinda manneskja þarf að gera er að færa músina neðar og þá heyrir hann eða hún textann lesinn upp.

Ég ætlaði að sýna dæmi um rangt setta síðu hérna en netið er í einhverju rugli fyrir þá sem nota kapla frá Vodafone.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband