Heimska eða það sama og venjulega ?

En einu sinni einhver vefsíða, fyrirtæki eða eitthvað annað að breytta útliti og hvernig kerfið virkar svo það sé "einfaldara og þægilegra" og notendur mótmæla gegnum netið, en samt halda áfram að nota kerfið.

 Þeir eru kannski bara herma eftir Microsoft og gera Vista fyrir vefinn sinn, "fljótara og þægilegra"..... eða hitt og, eins of flestir vita.

 Ef þeir fá lista þar sem einn milljón skrifar undir að þeir vilji gamla kerfið, þá gera þeir ekkert! Nú ? Vegna þess það eru jafnmargir notendur að nota kerfið þeirra.
Ef hins vegar ein miljón manns mundi hætti nota vefinn strax eftir breytinguna. Mundi það ekki senda skýrari skilaboð ?


mbl.is Andlitslyfting Facebook óvinsæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hehehe.

þetta er svona svipað vitlaust og þegar fólk áfram sendir þúsundastabréfið um það að nú muni Hotmail eyða út emailum vegna þess að engin nöfn eru eftir. 

mjög líklega sama liðið.

Fannar frá Rifi, 22.9.2008 kl. 23:38

2 identicon

Þetta er nýjungahrætt fólk. Nýi vefurinn er mikið skemmtilegri að mínu mati.

Óskar 23.9.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Davíð Sturluson

Haha, já.

Nýungar koma, maður getur ekki flúið, ef maður reynir þá verður maður á eftir.

Að neita að læra á Vista T.D. og nota bara XP og síðan eftir nokkur er er XP úrelt eins og Windows 98 og þá þarf maður að læra á Vista eða nýrra Windows sem er ennþá "þægilegra og fljótara"

Davíð Sturluson, 23.9.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Daði Georgsson

Þó að nýjungar þýði það, að fólk þarf að læra að nota þær, er ekki endilega þar með sagt, að þær séu af hinu illa.

Þegar ég var að nota gömlu facebook síðuna, var það orðið þannig þegar ég opnaði suma prófíla, að tölvan þyngdist öll í vinnslu, og jafnvel hökti á meðan ég reyndi að skruna niður siðuna til að sjá vegginn hjá viðkomandi. Veggurinn er það sem öllu skiptir í opinbermum samskiptum við fólk á facebook (svipað og comments á myspace), og á nýju facebook síðunni er veggurinn settur í forgang.

Eftir að ég skipti yfir í nýju facebook síðuna, hef ég verið í margfalt meira sambandi við vini mína og hef margfalt meiri yfirsýn á það sem mínir vinir eru að senda inn og bauka.

Aukinheldur mæli ég með því að taka syrpu í því að smella á "block this application" þegar þú færð boð um að "adda" einhverju applicationi. Eftir að hafa "blockað" algengustu applicationirnar, fækkar þessum requestum um allan helming, og þá er gott að búa á Facebook :-)

Ég lofa ykkur því að þessi breyting er af hinu góða. Bara að venjast viðmótinu þolinmóð. Þetta er ástæðan fyrir því að facebook er ekki að fara að breyta viðmótinu til baka. :-)

Daði Georgsson, 23.9.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband