Call of Duty: Modern Warfare 2

Call of Duty: Modern Warfare 2

 "Nútíma herkúnstir"  hefur spennandi og hröð "Campaign" og mjög góð samvinnu spil eða "cooperative play" og"multiplayer" sem maður festist léttilega í og skemmtir sér kónglega í.

En hátt verð og takmarkað "multiplayer" valmöguleikar skemma leikinn smá.

 

Leikurinn getur verið dálítið dimmur þar sem þú neyðist stundum að drepa saklausa borgarbúa og gera marga illa hluti. En svoleiðis sýnir leikurinn hvernig stríð eru grimm og ljót, það er ekkert hetjulegt við þennan leik.

 

"Multiplayer" eða fjölspilun er það besta við leikinn. Þar getur þú keppt við vini og ókunna í mjög góðum gæðum. Það er þægilegt að spila kalinn og nota hann til að gera hluti.

 

Ég mæli með þessum leik ef þú vilt "byssuleik". Þetta er án efa besti fyrstu persónu skotleikur sem hefur komið út í langan tíman. Ekki nóg með það heldur er hann svo vinsæll að flestir hafa hann og getur léttilega fundið Íslendinga sem hafa þegar keypt leikinn eða ætla að kaupa hann.

 Síðan er alltaf hægt að gefa þennan leik í jólagjöf, jú víst er hann dálítið ofbeldisfullur en ef krakkinn er 14 ára eða eldri ætti það ekki hafa áhrif á hann. Hann mun hvort sem er sjá leikinn hjá vinum sínum eða reyna niðurhala honum ólöglega á netinu.

 

Leikurinn fæst í PC, PS3 eða Xbox360.

 Ég ætla að gefa leiknum 9.1/10


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband