Spore
2008-09-19
Spore er mjög sérstakur leikur, maður byrjar sem lítil vera í hafinu og hægt og rólega fær maður DNA stig svo maður getur þróast í land veru, svo í ættabálk síðan stjórna borgum og taka yfir plánetu. Síðan ertu í geimnum að gera stríðssambönd, viðskipta samninga og stríð.
Gallar
Leikurinn hefur marga galla og er ekki eins góður og maður hélt. Þú ert bara eina klukkustund að ná upp í geimin en að "sigra" geimin sem er ekki virkilega hægt, tekur marga daga. Svo þetta er geimleikur sem hefur fáeina "minigames" á undan sem gefa þér bónusa þegar þú ert í geimnum. Síðan er "Anti-Piracy" vörnin hjá þeim klikk, ef þú ert ekki inn á netinu í lengur en 10 daga þá læsist leikurinn, þú mátt bara "installa" honum á 3 mismunandi móðurborð, svo það er bannað að breyta þrisvar um móðurborð.
Kostir
Það eina sem er skemmtilegt við þennan leik er að sprengja hluti í geimnum eða búa til lífverur og deila þeim með vinum og sjá þeirra, þessi leikur kemur tveimur árum seinna en hanni átti fyrst að koma út og er síðan varla virði peningana sem hann kostar.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.