Færsluflokkur: Spil og leikir

Tölvufíkn

Vildi bara minna á  Skoðunarkönnuna hérna vinstra megin um tölvu fíkn, endalega velja hvað ykkur finnst. Það tekur bara eina sek.

Það væri gaman að sjá niðurstöðunnar með þetta.


Er MBL drullusama um tölvur og net ?

Netið liggur að mestuleiti niðri fyrir svona 150.000 Íslendinga!

Enginn frétt kemur á MBL.is um þetta, vísir kom með eina klukkan fjögur! MBL er ekkert að standa sig í þessum málum.  Kannski er það ekki mikilægt að netið er niðri fyrir flest alla, ég sjálfur kemst bara á 3 blog síður og MBL.is!!!

Það vantar nörda til að vinna með fréttir á MBL.is

Þurfa kannski 100% í staðinn fyrir 50% að missa netið svo MBL segir frá ?


Íslenskar leikjasíður... íslenskt hvað ?

Ég er búinn að spyrja fólk, en enginn veit afhverfu fólk er að gera Íslenskar leikjasíður.

Einn sagði reyndar..... Þeir eru þarna svo maður "downloadar" ekki erlendis.

Leikurinn er samt talinn sem erlent niðurhal. Eru kannski þessar síður uppi vegna þess sá sem rekur síðuna fær smá gróða ? Síðunnar þurfa ekki mikla bandvídd eða hraða þar sem lítil er á þeim og eru þær allar litlar.

Gleymdi næstum því besta partinum.  Íslensku síðunnar hafa nefnilega miklu færri leiki en erlendu. Þessar síður gæti alveg eins mín vegna gert "redirect" á einhverja leikjasíða beint staðinn fyrir gera marga linka.


Kanínuleikurinn

Jæja, núna er "Kanínuleikurinn" byrjaður að afla vinsælda. Hann er skemtilegur með rólegt og skemtilegt lag. Ekki má gleyma að kanína deyr aldrei og er sæt.

 Svo er líka skemtilegt að keppa við vinina að ná fleiri stigum.

T.D. ein náði 55.000 stigum svo ég varð að prófa og tveir aðrir vinir líka. Ég náði 3.000.000 og einn af vininum og þriðji náði 1.500.000 .   Síðan á heimleið fékk ég SMS að einn hafði náð 9.800.000, svo ég spilaði í margar mínútur til að næ hærra og náði á endanum loksins 10.800.000 . Tíma eyðsla ? Já, flest er hannað til að vera tímaeyðsla. Sjónvarp, leikir, myndir og meira.

 

Þessi leikur er eiginlega "MUST" svo allir verða að prófa. Ekki gefast upp þótt þú náðir bara 1000 í byrjun. Erfitt að byrja, þítt ég náði tíu milljónum þá næ ég stundum bara hundrað.

Klikka hérna til að prófa. http://www.ferryhalim.com/orisinal/g3/bells.htm

Síðan getur bara skrifað "bunny game" hjá Google og þá er efsta síðan leikurinn.


Tölvufíkn leiðir að úrsögn úr skóla ?

Það var í fréttunum um daginn að tölvuleikir leiði að því að fólk hætti í vinnum og í skólum.

Er það nú satt ?

Það er eiginlega satt, það er fá atvik þar sem svoleiðis gerist. Það er svo margir sem spila leiki of mikið svo að það má túlka þetta ef þú hættir í skólanum og spilar tölvuleiki að það sé útaf tölvuleika fíkninni.

 Fólk sem á erfitt að eignast vini og tala við aðra hafa miklar líkur til að hætta í skóla og hafa miklar líkar til að spila ávanabindandi leiki eins og Guild Wars og Warhammer Online. Þetta fólk gæti hafa hætt í skóla útaf fyrri vandamáli sínu.

 Hins vegar mynda oft tölvunördar hópa og halda áfram í skóla.


Spore

Spore er mjög sérstakur leikur, maður byrjar sem lítil vera í hafinu og hægt og rólega fær maður DNA stig svo maður getur þróast í land veru, svo í ættabálk síðan stjórna borgum og taka yfir plánetu. Síðan ertu í geimnum að gera stríðssambönd, viðskipta samninga og stríð.

 Gallar

Leikurinn hefur marga galla og er ekki eins góður og maður hélt. Þú ert bara eina klukkustund að ná upp í geimin en að "sigra" geimin sem er ekki virkilega hægt, tekur marga daga. Svo þetta er geimleikur sem hefur fáeina "minigames" á undan sem gefa þér bónusa þegar þú ert í geimnum. Síðan er "Anti-Piracy" vörnin hjá þeim klikk, ef þú ert ekki inn á netinu í lengur en 10 daga þá læsist leikurinn, þú mátt bara "installa" honum á 3 mismunandi móðurborð, svo það er bannað að breyta þrisvar um móðurborð. 

Kostir

Það eina sem er skemmtilegt við þennan leik er að sprengja hluti í geimnum eða búa til lífverur og deila þeim með vinum og sjá þeirra, þessi leikur kemur tveimur árum seinna en hanni átti fyrst að koma út og er síðan varla virði peningana sem hann kostar.

 


Fyrsta bloggið

Núna hef ég opnað blogg hérna og mun ég blogga um hitt og þetta sem tengist tölvu heimunum og net heimunum, ég lofa ykkur að hér verða margar stafsetningar villur og mikið klúður, en svo verður þetta nú líka gaman og kannski fyndið.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband